Ólafur Kristjánsson: Lukka frænka var ekki með okkur

Ólafur Kristjánsson: Lukka frænka var ekki með okkur

,,Ég er gríðarlega hreykinn af mínum leikmönnum,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir að hafa fallið úr leik gegn Aktobe í Evrópudeildinni.

Blikar unnu 1-0 og því þurfti að framlengja en Aktobe vann fyrri leikinn ytra 1-0. Eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni féllu Blikar úr leik en liðið klikkaði á fjórum spyrnum í keppninni.

,,Þetta einvígi við Aktobe var frábært, við fórum á gríðarlega erfiðan útivöll og töpuðum þar með marki á 89 mínútu úr víti.“

,,Komum hér og gerðum það sem þurfti til að koma okkur inn í leikinn.“

,,Framlenging og svo vítakeppni, það er eins og gengur. Þeir sem sytja uppi í stúku sitja og spyrja hvernig er hægt að klikka á víti. Ég kasta ekki ábyrgðinni á neinn.“

,,Það er lukka frænka sem kemur í heimsókn og hún var ekki með okkur í dag en kemur seinna.“

Viðtalið við Ólaf má heyra í heild sinni hér að ofan.


desktop