Ólafur unnið 25 prósent leikja eftir að hann tók við FH

Gengi FH á undirbúningstímabilinu hefur vakið athygli en ljóst er að ekki má lesa of mikið í það.

Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH síðasta haust og hann hefur verið að gera miklar breytingar.

Talsverðar breytingar hafa orðið á mannskap FH og ekki eru allir komnir af stað.

FH á svo eftir að bæta við sig varnarmanni hið minnsta áður en tímabilið hefst.

Ólafur hefur stýrt FH í átta leikjum á undirbúningstímabilinu í mótum. Um er að ræða þrjú mót en FH hóf keppni í Lengjubikarnum í gær.

Í Bose mótinu spilaði FH þrjá leiki án þess að skora en í Fótbolta.net mótinu vann liðið tvo af fjórum leikjum sínum.

Liðið hóf svo Lengjubikarinn í gær á því að tapa gegn Fylki en mjög margir ungir leikmenn fengu tækifæri hjá FH.

FH hefur því unnið tvo af átta leikjum sínum undir stjórn Ólafs sem gerir 25 prósent sigurhlutfall.

Bose mótið:
FH 0 – 1 Stjarnan:
FH 0 – 1 FJölnir
FH 0 – 2 KR

Fótbolta.net mótið
FH 1 – 1 Grindavík
FH 1 – 2 HK
FH 3 – 1 Keflavík
FH 2 – 1 ÍA

Lengjubikarinn:
FH 1 – 2 Fylkir


desktop