Óli Kristjáns: Fer eftir því hvernig menn líta á lífið

Óli Kristjáns: Fer eftir því hvernig menn líta á lífið

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var á því að sínir menn hefðu átt skilið allavega stig úr 1-1 jafnteflinu gegn KR í Pepsi deildinni í kvöld.

„Þetta fer sjálfsagt eftir því hvar menn standa í röðum og hvernig menn líta á liðið. Stigið er það sem kemur á hvort lið og menn verða að sætta sig við það. Því fyrr sem menn sætta sig við það geta stigin orðið fleiri,“ sagði Ólafur við 433.is.

Viðtalið við Ólaf má sjá hér að ofan.


desktop