Orri: Sumir sem þökkuðu ekki einu sinni fyrir leikinn

Það vakti athygli í dag Stjarnan ákvað að standa ekki heiðursvörð fyrir Val er liðin mættust í Garðabænum.

Það er hefð að standa heiðursvörð fyrir meistarana ef það eru enn leikir eftir á tímabilinu.

Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í síðustu umferð og mættu svo Stjörnunni í dag.

Stjörnumenn ákváðu að hundsa þessa hefð og voru sumir leikmenn þeirra sem þökkuðu ekki einu sinni fyrir leikinn.

Valur hafði betur 2-1 í spennandi leik en Stjarnan er þrátt fyrir það komið í Evrópusæti.

Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals, greindi frá því í dag að sumir leikmenn hafi ekki einu sinni nennt að þakka fyrir leikinn.


desktop