Plús og mínus – Atli frábær

Breiðablik mistókst að halda í við topplið FH í kvöld þegar liðið fékk Leikni Reykjavík í heimsókn í Kópavoginn.

Blikar fengu gullið tækifæri til að tryggja sigurinn í uppbótartíma en framherjinn Jonathan Glenn klikkaði þá á vítaspyrnu.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Hér fyrir neðan má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plúsar :
Atli Sigurjónsson var frábær í sóknarleik Blika og lagði upp aragrúa af færum fyrir samherja sína.

Ólafur Hrannar Kristjánsson sinnti frábærri varnarvinnu og hélt Kristni Jónssyni í skefjum

Endurskipulagning Leiknis í hálfleik var mjög góð, Blikar fengu ekki færi í þeim síðari

Mínusar :
Sóknarleikur Blika í seinni hálfleik var mjög hugmyndasnauður og gekk botinn hægt á milli manna.

Skyndisóknir Leiknis voru vægast sagt daprar og enduðu iðulega með döpru skoti eða sendingu.

Vítaspyrnuklúður Jonathan Glenn gerði titilvonir blika nánast að engu.


desktop