Plús og mínus – Blikar buðu Valsmönnum í kaffi í eigin vítateig

Breiðablik tók á móti Val í 7. umferð pspei-deildar karla í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna.

Það var Hrvoje Tokic sem kom Blikum yfir strax á 5 mínútu áður en Einar Karl Ingvarsson jafnaði metin fyrir Valsmenn í upphafi síðari hálfleiks.

Bjarni Ólafur Eiríksson tryggði Valsmönnum svo öll þrjú stigin í leiknum með marki í uppbótartíma og lokatölur því 2-1 fyrir Valsara.

Plúsa og mínusa úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Plúsar:

Varnarleikur Blika í fyrri halfleik var frábær. Þeir vörðust þungum sóknarlotum Valsara vel og eitthvað sem hægt er að byggja á.

Bjarni Ólafur sýndi enn og aftur hversu mikilvægur hann er þessu Valsliði með stoðsendingu og marki, maður leiksins.

Mínusar:

Blikar féllu alltof aftarlega í byrjun síðari hálfleiks og eiginlega buðu Valsmönnum bara í kaffi í sínum eigin teig. Náðu aldrei að færa liðið ofar og stilla upp á nýtt.

Ákvörðun Tokic að taka hann með hendi sirka 40 metrum frá marki á gulu spjaldi var stórfurðuleg og í raun og veru tapaði stigi fyrir Blikana.

Vilhjálmur Alvar skellti sér í hlutverk aðalleikara vallarins í síðari hálfleik og drap svolitið niður tempóið í leiknum, skrítnar ákvarðanir oft á tíðum.


desktop