Plús og mínus – Ekki boðlegt í deild þeirra bestu

Valur vann góðan sigur í Pepsi-deild karla í kvöld en Valsmenn höfðu betur gegn Blikum 1-0 á Hlíðarenda.

Valur er nú með níu stiga forystu á toppi Pepsi-deidlarinnar og mun að öllum líkindum taka við titlinum.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plúsar:

Valsmenn voru ekkert sérstakir í dag en náðu samt sem áður í 3 stig, segir margt um gæði þeirra.

Leikurinn sjálfur var nokkuð fjörugur og bæði lið vildu þrjú stig. Það hjálpaði mikið í kvöld.

Stuðningsmenn í stúkunni voru frábærir og þegar Valsmenn skoruðu mátti heyra öskrið alla leið í Kópavoginn!

Gísli Eyjólfsson var ljósi punktur Blika í dag, labbaði oft framhjá miðjumönnum Valsara og var arkitektinn af flestum sóknum Blika þar sem þeir fóru illa með færin sín.

Mínus:

Varnarlína Blika sofnaði illa á verðinum í marki Valsara, Gunnleifur varði langskot Einars Karls frábærlega en það var enginn mættur til að berjast um lausa boltann við Kristinn Inga.

Fremstu þrír hjá Blikum í dag voru virkilega slappir og svona frammistaða eiginlega ekki boðleg í deild þeirra bestu, því miður.


desktop