Plús og mínus – Ekki hár en góður skallamaður

Breiðablik vann dramatískan sigur á Stjörnunni í dag en liðin áttust við í Pepsi-deild karla.

Staðan var 1-1 í leiknum alveg þar til á 90. mínútu er Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Blikum 2-1 sigur.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plúsar:

Markmennirnir í dag voru virkilega öruggir í öllum sínum aðgerðum og gjörsamlega áttu teigana.

Daníel Laxdal var frábær í dag, Stjarnan spilaði með vörnina mjög ofarlega á tímabili og át hann alla boltana sem Blikar reyndu að stinga inn fyrir.

Höskuldur sem hefur verið í kælingu og dvala í sumar skoraði sigurmarkið með frábærum skalla. mjög góður skallamaður þrátt fyrir að vera ekki hár i loftinu

Mínusar:

Eyjólfur Héðinsson gerði sig sekan um heimskulegt brot þegar hann reif Andra Yeoman niður, upp úr aukaspyrnunni skoruðu Blikar. Svona reynslumikill leikmaður á að vita betur.

Sóknarleikur beggja liða var frekar dapur heilt yfir í dag og voru lykilmenn fram á við ekki að sýna sitt rétta andlit


desktop