Plús og mínus – Er Gunnlaugur kominn á endastöð?

Víkingur Ólafsvík vann afar góðan og mikilvægan sigur á ÍA í Pepsi deild karla í kvöld.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði eina mark leiksins snemma leiks.

Patryk Stefanski leikmaður ÍA lét reka sig af veli rétt fyrir hálfleik með grófu broti og fékk sitt annað gula spjald.

Ólafsvík er með 13 stig í sjöunda sæti deildarinnar en Skagamenn eru í neðsta sæti eins og staðan.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Ejub Purisevic er enn á ný að vinna kraftaverk með Ólafsvík, er að byggja upp nýtt lið en er með formúlu sem virkar.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson er að reynast himnasending fyrir Ólafsvík, dregur vagninn þessa dagana.

Ólafsvík spilaði skynsamt í síðari hálfleik, manni fleiri og þéttu raðirnar vel og gáfu ekki færi á sér.

Mínus:

Patryk Stefanski sýndi heimskulega hegðun með því að láta reka sig af velli, mjög heimskulegt brot sem varð til þess að hann var rekinn af velli.

Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA er á sínu þriðja tímabili með liðið í efstu deild, er með fullt af uppöldum strákum en leikur liðsins er ekki að batna. Er hann mættur á endastöð með liðið?


desktop