Plús og mínus – Er Willum enn að hjálpa?

KR bjargaði stigi gegn Breiðablik í Pepsi deild karla í kvöld en jöfnunarmarkið kom undir lokin.

Beitir Ólafsson skoraði sjálfsmark fyrir heimamenn í fyrri hálfleik.

Allt stefndi í sigur Blika þegar Guðmundur Andri Tryggvason lét sig falla í teignum og Þóroddur
Hjaltalín dómari leiksins lét plata sig.

Óskar Örn Hauksson steig á punktinn og skoraði og tryggði KR stig.

KR er með átta stig en Blikar eru með tíu stig.

Plúsar :

Frábær sóknarleikur hjá báðum liðum í dag. Ekki mikið hægt að setja útá varnir liðanna heldur vel spilandi framherjar sem orsökuðu spennandi leik. KR byrjaði mun betur en um leið og Blikar komust yfir þá virtust þeir missa örlítið móðinn þrátt fyrir nóg af færum en jöfnuðu loks.

Breiðablik lenti undir í allri baráttu í byrjun. Þeir létu það ekki stoppa sig og fóru að róa sig og úr myndaðist frábært spil það sem eftir lifði

Gríðarlega ánægjulegt fyrir Breiðablik að Tokic sé að skora reglulega. Það vita allir hvað hann getur og því mikilvægt uppá framhaldið að hann sé að skora.

Sterkt hjá KR að ná að jafna leikinn þrátt fyrir mikið mótlæti.

Mínusar

KR hefur skorað 10 mörk í 8 leikjum. Í þessum leik og svo mörgum öðrum í sumar þá fengu KR nóg af færum til að klára þennan leik. Enn og aftur kemur ekkert út úr annars ágætum sóknarleik þeirra. Gríðarlegt áhyggjuefni.

Tobias Thomsen fékk yfir helming af færum KR í dag og eftir flottan skalla í seinustu umferð á móti ÍBV úr mun erfiðara færi þá gat hann ómögulega komið boltanum inn í markið í dag þrátt fyrir mun betri færi.

Indriði er tekinn úr liðinu og eftir sitja Pálmi og Finnur á miðjunni. Margir vilja meina að Indriði sé þar með blóraböggullinn fyrir slæmu gengi en eins og fréttaritari hefur skrifað áður þá er það tvíeykið Pálmi og Finnur sem ná engan vegin saman og ekkert kemur út úr.

Með þessu jafnteftli er KR enn mjög nálægt botninum. Spurningin er hvort Willum sé enn að hjálpa ?


desktop