Plús og mínus – Gjörsamlega skelfilegur í dag

Breiðablik þurfti að sætta sig við tap í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið tók á móti Víkingi Reykjavík.

Blikar komust yfir í fyrri hálfleik í dag en Víkingar svöruðu með tveimur mörkum frá Geoffrey Castillion og unnu 2-1 sigur.

Hér má sjá það góða og slæma.

Plús:

Víkingar vörðust beittum skyndisóknum Blika í síðari hálfleik mjög vel, ekkert grín að eiga við lið með Martin Lund, Gísla og Aron Bjarnason á fleygiferð.

Geoffrey Castillon var frábær í kvöld og eiginlega það sem skyldi á milli. Hann virðist vera komin í hörkustand aftur og Varnarmenn Blika réðu ekkert við hann.

Blikar eiga hrós skilið fyrir baràttu sína og eljusemi einum færri, vörðust vel og átti ágætis sóknarlotur inn á milli, hefðu getað laumað einu með smá heppni

Mínus:

Guðmundur Ársæll var gjörsamlega skelfilegur í dag, hann setti leikinn í algjört rugl mjög snemma leiks og var ekki með neina línu í gangi

Kristinn Jónsson gerði sig sekan um algjört hugsunarleysi þegar hann lét reka sig út af, á gulu spjaldi svona snemma í leiknum veðuru ekki í þessa tæklingu, það á jafn reynslumikill leikmaður og Kristinn að vita.


desktop