Plús og mínus – Guðmundur ljósi punktur KR

Stjarnan stimplaði sig inn á toppi Pepsi deildar karla með sigri á KR í kvöld.

Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði gegn sínum gömlu félögum í fyrri hálfleik.

Brynjar Gauti tryggði svo sigurinn með marki seint í leiknum.

Stjarnan fer í þriðja sætið með 18 stig á meðan KR er með 11 stig í 10 sæti deildarinnar.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Varnarleikur Stjörnunnar sem heild í dag var virkilega góður, KR skapaði sér ekkert opið færi og náðu aðeins einu skoti á markið.

Guðjón Baldvinsson sýndi í dag hversu rosalega mikilvægur hann er fyrir Stjörnuna, gaf varnarmönnum KR engan frið að vanda og olli miklum vandræðum

Guðmundur Andri Tryggvason fékk rúmlega 30 mínútur í liði KR í dag og var þeirra eini ljósi punktur, kom með mikið líf í sóknarleik þeirra og undirritaður skilur ekkert afhverju hann spilar ekki meira.

Mínus:

Sóknarleikur KR-inga var bæði hugmyndasnauður og mjög hægur, sköpuðu sér lítið sem ekkert og virkuðu mjög orkulausir.

Tobias Thomsen var gjörsamlega týndur í 90 mín, var einnig að láta sig mikið detta og sívælandi, skelfilegur dagur.


desktop