Plús og mínus – Gústi Gylfa nýtti fríið vel

Fjölnir er komið úr fallsæti Pepsi deildar karla eftir að hafa slátrað Grindavík.

Grindavík hefði getað jafnað Val á toppi deildarinnar með sigri en átti aldrei séns í dag.

Linus Olsson skoraði eftir tæpar 120 sekúndur í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Gunnar Már bætti svo við með geggjuðu marki.

Þórir Guðjónsson setti svo tvö mörk fyrir Fjölni í síðari hálfleik og tryggði sigurinn.

Andri Rúnar Bjarnason brendi svo af vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Linus Olsson stimplar sig hressilega inn í lið Fjölnis, skoraði gott mark snemma leiks og ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti.

Gunnar Már Guðmundsson (Hr. Fjölnir) skoraði geggjað mark í leiknum, lengi lifir í Gunnari sem skilar oftast sínu fyrir Fjölni og hefur gert í mörg ár.

Ágúst Gylfason hefur nýtt langt frí Fjölnis vel, liðið skoraði 1/3 af mörkum sínum í sumar í leiknum í kvöld. Mörkin fyrir leik í sumar voru 8 en eftir leik 12.

Mínus:

Varnarleikur Grindavíkur var til skammar í dag, áhugaleysi og ábyrgarðleysi var mikið.

Alexander Veigar Þórarinsson hefur spilað undir væntingum í sumar, átti að verða stjarna liðsins en var arfa slakur í kvöld.

Alla hugmyndafræði vantaði í leik Grindavíkur í kvöld, eina hugsunin var að senda langa bolta á Andra Rúnar Bjarnason.

Til að kóróna slakan dag Grindavíkur lét Andri Rúnar Bjarnason verja frá sér vítaspyrnu á 80 mínútu.


desktop