Plús og mínus – Lélegir Blikar fá mínus

ÍBV varð í kvöld fyrsta liðið til að sigra Breiðablik í Pepsi-deild karla en liðin áttust við í Vestmannaeyjum.

Þeir Jonathan Ricardo Glenn og Víðir Þorvarðarson sáu um að skora fyrir ÍBV sem vann að lokum góðan 2-0 sigur.

Það var margt jákvætt við leikinn í kvöld en annað ekki og má sjá það góða og slæma úr leiknum hér fyrir neðan.

Plús:

Eyjamenn fá stóran plús fyrir spilamennsku sína í leiknum. Spiluðu á móti sterkum vindi í fyrri hálfleik en náðu að halda spili Blika niðri og hefðu átt skilið að vera yfir í hálfleik. En spiluðu svo mjög góðan seinni hálfleik og skoruðu 2 og unnu Blika.

Stuðningsmenn Blika fá plús fyrir að skemmta sér og öðrum á pöllunum í dag. Einnig verð ég að hrósa stuðningsmönnum Eyjamanna heyrðist betur í þeim í dag en oft áður.

Eyjamenn fá extra plús fyrir að vera fyrsta liðið í deildinni til þess að vinna Blika.

Ingi Sigurðsson þjálfari Eyjamanna í leiknum fær plús fyrir leikskipulag sitt og spilaði leikinn upp á 10.

Mínus:

Blikar fá mínus fyrir sinn leik voru bara hreint út sagt lélegir.

Ellert Hreinsson var afar dapur í þessum leik og fær mínus fyrir það.

Einkunnirnar úr leiknum má sjá hér.


desktop