Plús og mínus – Loksins gerðu Blikarnir þetta eins og menn

Víkingur Reykjavík tók á móti Breiðablik í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leiknum lauk með 3-2 sigri gestanna.

Það var Hrvoje Tokic sem kom Breiðablik yfir á 16 mínútu með laglegu marki og þannig var staðan í hálfleik.

Arnþór Ingi Kristinsson jafnaði metin fyrir heimamenn með marki eftir hornspyrnu á 51 mínútu áður en Davíð Kristján Ólafsson kom gestunum yfir með laglegu marki á 69 mínútu.

Michee Efete kom svo Breiðablik í 3-1 á 73 mínútu áður en Dofri Snorrason minnkaði muninn fyrir heimamenn á lokamínútunum.

Plúsa og mínusa úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Plúsar:

Fyrsti sigur Blika er dottinn í hús og það verður að segjast að hann var verskuldaður. Blikar voru sterkari aðilinn í leiknum og áttu sigurinn skilið.

Arnþór Ari Atlason og Höskuldur Gunnlaugsson rifu sig vel í gang í þessum leik og svöruðu gagnrýnisröddum eins og alvöru menn. Stigu upp og það er eitthvað sem hefur vantað hjá liðinu í undanförnum leikjum.

Þetta var skemmtilegur leikur í Víkinni í kvöld og ljóst að íslenskur fótbolti er alltaf á uppleið. Mikið um færi og góður hraði á leiknum.

Mínusar:

Heimamenn fóru hrikalega illa með færin sín í þessum leik. Þeir hefðu hæglega getað komist yfir nokkrum sinnum en öll skotin þeirra voru beint á Gulla í markinu.

Ivica Jovanovic leit ekki vel út í sínum fyrsta heimaleik með sínu nýja liði. Var klaufskur oft á tíðum og lét reglulega vaða, beint á Gulla í markinu úr fínum færum. Virkar ryðgaður ekki klár í slaginn.


desktop