Plús og mínus – Lyktin af 1. deild sterk á Akranesi

Skagamenn eru komnir með annan fótinn niður í 1. deild karla eftir tap gegn ÍBV á heimavelli í dag.

Eyjamenn eiga nú von um að halda sæti sínu í deildinni eftir sigurinn.

Brian McLean skoraði eina mark leiksins en Árni Snær Ólafsson í marki ÍA gerði sig sekan um hræðileg mistök.

ÍBV er með 16 stig í næst neðsta sæti en ÍA er á botni deildarinnar með 10 stig.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Eyjamenn voru klárir í að sækja til sigurs og það verður liðið að gera áfram til að reyna að bjarga sér frá falli.

Kaj Leo í Bartalsstovu kantmaður ÍBV er líklegur til alls þegar hann er í sama gírnum og hann var í í dag.

Ensku varnarmennirnir sem komu til ÍBV í glugganum hafa bætt varnarleik liðsins mikið og gætu reynst dýrmæt

Mínus:

Það er orðið nánast ómögulegt fyrir Akranes að bjarga sér frá falli, lyktin af 1. deild er sterk á Akrnaesi.

Árni Snær Ólafsson gerði sig sekan um hræðileg mistök í marki ÍBV, missti boltann í gegnum klofið.


desktop