Plús og mínus – Menn voru ekki að deyja úr grimmd

Breiðablik vann sterkan sigur í Pepsi-deild karla í dag er liðið fékk botnlið ÍA í heimsókn í Kópavoginn.

Blikar unnu í raun skyldusigur á eigin heimavelli en liðið hafði betur með tveimur mörkum gegn engu.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plúsar:

Vörn Blika var með öryggið uppmálað í dag, gáfu vart færi á sér og voru mjög flottir.

Willum Þór Willumsson var frábær í dag, stjórnaði miðjuspili Blika og gaf nánast einungis fram á við, varnarlega var hann líka mjög flottur og vann fullt af boltum.

Þrátt fyrir að það hafi ekki verið mikil gæði í leik Skagamanna í dag má hrósa þeim fyrir að þeir voru að reyna og héldu haus allan leikinn, fyrir lið í þessu ströggli má alveg hrósa fyrir það.

Mínus:

Sóknarleikur Blika hefur oft verið betri en í dag, mikið var um sendingarfeila á þriðja helming vallarins og menn voru ekkert að deyja ur grimmd inn í boxi eftir fyrirgjafir utan að kanti.

Í fyrra marki Blika gerðu Skagamenn sig seka um einbeitingarleysi og barnalegan varnarleik sem á ekki að sjást í Pepsi deildinni.


desktop