Plús og mínus – Skelfileg nýting fyrir framan markið

Víkingur Ólafsvík byrjar tímabilið í Pepsi-deildinni glimrandi vel en liðið heimsótti Breiðablik í kvöld.

Um var að ræða fyrsta leik liðanna á þessu keppnistímabili og lauk leiknum með 2-1 sigri Víkings.

Hér má sjá einkunnirnar úr leiknum.

Plúsar :

Skyndisóknir Víkinga voru vel útfærðar og sköpuðu reglulega hættu.

Andri Yeoman reif sig upp og sýndi sitt rétta andlit, var áræðinn og olli miklum ussla, skoraði einnig.

Grimmd Ólsara, Mættu rosalega klárir í leikinn, fleygðu sér í tæklingar og gáfu ekkert eftir.

Mínusar :

Færanýting Blika var mjög léleg, oft á tíðum voru þeir frekar óákveðnir og vantaði meiri kraft í skotin eða skallana þeirra.

Samskipti varnarmanna Víkings og Cristian í markinu voru oft döpur, mark Blika kom upp úr samskiptaleysi og tvisvar i viðbót kom stórhætta vegna þess.

Höskuldur Gunnlaugs var slakur í dag og þarf hann að rífa sig upp ef Blikar ætla sér einhverja hluti, átti 2-3 rispur en ekki meira en það.


desktop