Plús og mínus – Stýrði varnarleiknum eins og herforingi

Breiðablik nældi í sinn annan sigur í Pepsi-deild karla þetta sumarið í kvöld er liðið spilaði við Víking Ólafsvík.

Blikar höfðu betur með tveimur mörkum gegn einu en þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Milos Milojevic.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plúsar:

Spilkafli Breiðabliks frá tíundu mínútu til þeirrar tuttugustu var frábær og náðu þeir að skora mörk sín á honum, minntu okkur á þvi hvað þeir eru góðir í fótbolta þá.

Seigla Ólsaraa var karakter, neituðu að gefast upp þrátt fyrir að lenda 2-0 undir snemma og ekkert sem benti til annars en þess að Blikar myndu pakka þeim saman, þjöppuðu sig vel saman og skoruðu mark en lengra náðu þeir þó ekki.

Varnarleikur Blikaliðsins í heild sinni var mjög góður og stýrði Damir honum eins og herforingi, gáfu mjög fá færi á sér.

Mínusar:

Sofandaháttur Blika bæði í byrjun leiks og þegar þeir fengu á sig markið er einhvað sem þeir þurfa að bæta því gegn betri liðum er þér refsað meira en þetta.

Sóknarleikur Ólsara var frekar dapur, mikið um langar sendingar sem enduðu hjá Blikunum og lítið um spil á milli manna.


desktop