Plús og mínus – Vilhjálmur Alvar gerði í buxurnar

Tufa skoraði úr vítinu.

KA hefur komið sér að mestu úr fallbaráttu eftir 0-1 sigur á Víkingi í Víkinni í kvöld.

Vedran Turkalj skoraði eina mark leiksins en Víkingar voru manni færri í klukkutima.

Vladimir Tufegdzic fékk þá mjög umdeilt rautt spjald.

KA er með 21 stig í sjöunda sæti deildarinnar en Víkingur er með 22 stig í sjötta sæti.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Sigurinn var afar mikilvægur fyrir KA sem kemur sér að mestu úr fallbaráttu með honum.

Srdjan Rajkovic var leikmaður sem margir höfðu áhyggjur af í liði KA fyrirr sumarið en hann var öflugur í dag.

Baráttan og vilji KA-manna til að taka stigin voru til fyrirmyndar, þeir vissu að þetta var mikilvægur leikur og börðust allan leikin.

Mínus:

Vilhjálmur Alvar gerði heldur betur í buxurnar þegar hann rak Vladimir Tufegdzic, gríðarlegar harður dómur. Heilt yfir slakur dagur hjá Vilhjálmi.

Víkingum vantar allan stöðuleika í sinn leik þessa dagana, heitir og kaldir.

Spilamennska KA var hins vegar ekkert sérstök, manni fleiri og héldu bolta illa og vörðust allan seinni hálfleikinn.


desktop