Plús og mínus – Vont í svona leik

Gísli átti ekki góðan leik.

Breiðablik vann dramatiskan sigur í Pepsi-deild karla í dag er liðið mætti ÍBV í Kópavogi.

Staðan var lengi 2-2 í leiknum en Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Blikum sigur með marki í uppbótartíma.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plúsar :

Varnarleikur Blika þrátt fyrir að fá á sig 2 var þokkalegur, gáfu fá færi á sér og voru öruggir í aðgerðum sínum.

Gísli Eyjólfsson sýndi mikið hugrekki þegar staðan leit hvað verst út fyrir Blika, var tilbúinn að fá boltann, keyra á menn og skjota, bjó einnig til færi fyrir samherja sína.

Mínusar:

Eyjamenn fóru mikið út úr skipulagi sínu í dag og voru mjög ólíkir sjálfum sér.

Þeir sem eiga að kallast lykilmenn í ÍBV voru daprir í dag, vont í svona leik þar sem allt er undir.


desktop