„Skora á Völu Matt og Heiðar snyrti að skoða klefann í Víkinni“

Spámenn 433.is telja að Grindavík muni enda í 10 sæti Pepsi deildar karla í sumar og yrði það fínasti árangur.

Grindvíkingar eru mættir aftur í deild þeirra bestu og að halda sæti sínu þar væri gott.

Grindavík spilar agaðan varnarleik en er öflugt sóknarlega eins og sást í 1. deildinni síðasta sumar.

Með hverri spá hjá okkur svarar einn leikmaður úr liðinu „20 tilgangslausum spurningnum“ og hjá Grindavík er það Björn Berg Bryde.

20 tilgangslausar spurningar

Uppáhalds matur?
Ég verð að segja pizza, gæti sennilega borðað það í öll mál

Besti matsölustaðurinn?
Dominoz eru mínir menn

Hvað færðu þér á pizzuna?
Meat&Cheese

Hvað drekkuru á djamminu?
Bjór fyrir miðnætti, gylltan eða Einstök svo er það Mango Tango eftir miðnætti

Hvert ferðu á djamminu?
B5 oftast, Prikið ef það er púki í mér. Svo fer maður sennilega að færa sig yfir á American eftir að myndarlegasti barþjónn landsins Maggi Kez hóf störf þar

Twitter eða Facebook?
Þrátt fyrir margar áskoranir hefur mér aldrei tekist að byrja á Twitter þannig Facebook verður fyrir valinu. Hef reyndar ekki komið með status síðan Kalli Bjarni vann Idolið

Draumabíllinn?
Ég er svo lánsamur að eiga draumabílinn minn, nærbuxnabláan Kia Picanto. Ef ekki hann þá sennilega Ford Mustang ‘69

Uppáhalds tónlistarmaður?
Drake, Weeknd og Unnur Eggerts, get hreinlega ekki gert upp á milli þeirra

Uppáhalds borg?
Þar sem hlýtt er í veðri, sandurinn hvítur og hafið fagurblátt er ég sáttur

Hvaða þrjá aðila í heiminum tækiru með þér til Vegas? Útskýra af hverju
Fyrsti maður á blað væri Andri Rúnar. Að fylgjast með honum spila Blackjack er ótrúlegt og jafnvel kynæsandi á köflum, hans verkefni væri að sjá til þess að enginn færi tómhentur heim. Í svona ferð getur útlitið orðið svart og þá þarf einhvern til að rífa teymið í gang. Will Ferrell fær þá ábyrgð, ég er handviss um að ég og hann gætum orðið perluvinir. Þá vantar bara einhvern til að steika ferðina, Zlatan Ibrahimovic er ábyggilega til í það, þrái líka fátt meira heldur en að hitta manninn.

Hvaða leikmaður í deildinni er mest óþolandi að mæta?
Alveg tómur, sorry

Hvaða leikmaður í deildinni tuðar mest?
Að sjálfsögðu Guðmann Þóris, maðurinn er ekki kallaður Tuðmann fyrir ekki neitt

Hvaða leikmann úr deildinni myndir þú mest vilja fá í þitt lið?
Væri alveg til í Óskar Örn, það er einn sexy spilari

Hver er leiðinlegastur á æfingum?
Það getur verið gjörsamlega óþolandi þegar Hákon Ívar tekur uppá því að “Konna sig” í gegn.
Skilgreining á því að “Konna sig” í gegn er eftirfarandi : Þegar leikmaður klafsar sig á einhvern ótrúlegan hátt í gegnum svona 3-4 leikmenn og lítur síðan á þig og segir : “ég var að reyna þetta” eða “rústaði ykkur”
Ég er sannfærður um að það sé einn svona leikmaður í hverju liði.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum?
Mér leiðist rosalega að hita upp, taktík getur líka fengið mann til þess að vilja drekka blásýru

Á hvaða velli er skemmtilegast að spila?
Kaplakrika

Lélegasti útivallarklefinn?
Víkingur Reykjavík er ekkert að dekra við mann, skora á Völu Matt og Heiðar snyrti að taka hann í gegn

Hvernig takkaskó notar þú?
Eftir áratuga tryggð við Adidas hef ég verið að færa mig yfir í Under Armour, mæli með !

Gras eða gervigras?
Ef grasið er iðagrænt, spegilslétt og vel blautt þá er ég seldur, annars tek ég gúmmíið fram yfir einhvern kartöflugarð

Besti íslenski knattspyrnumaðurinn i sögunni?
Eiður Smári, ekki spurning


desktop