Sótti Milos um starfið hjá Blikum?

Milos Milojevic er hættur hjá Víkingi Reykjavík en þetta kom fram í yfirlýsingu félagsins í kvöld.

Ástæða starfslokanna var vegna skoðanaágreinings sem reyndist óyfirstíganlegur eins og segir í tilkynningu félagsins.

Meira:
Milos hættur hjá Víkingi Reykjavík

Sögusagnir eru í gangi um að Milos hafi sótt um starfið hjá Breiðabliki sem er án þjálfara þessa stundina.

Stjórn Víkings hefur ekki tekið vel í þær fregnir og er möguleiki á að það hafi verið ástæðan á bakvið brottför Milos.

Blikar eru eins og áður sagði án þjálfara en Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum eftir tvo leiki.

Milos starfaði hjá Víkingum í tvö ár en hann tók við af Ólafi Þórðarsyni árið 2015.


desktop