Spá 433.is fyrir Pepsi deild karla – 10. sæti

Mynd: Grindavík.net

Pepsi deild karla fer af stað sunnudaginn 30. apríl og því eru minna en tvær vikur í að mótið hefjist.

Spá 433.is fyrir deildina er byrjuð að rúlla en í gær kynntum við liði sem við spáum því að muni vinna Pepsi deildina.

433.is fékk sjö góða menn til að setja saman spá fyrir deildina.

Spáin virkar þannig að hver spámaður raðar liðunum upp í sæti 1-12. Liðið sem er í 1 sæti fær 12 stig, liðið í 2 sæti fær 11 sig og koll af kolli.

Nú er komið að 10. sætinu en þar teljum við að Grindavík muni vera í lok tímabils.

Spá 433.is – 10 sæti – Grindavík:
Spámenn 433.is telja að Grindavík muni enda í 10 sæti Pepsi deildar karla í sumar og yrði það fínasti árangur.

Grindvíkingar eru mættir aftur í deild þeirra bestu og að halda sæti sínu þar væri gott.

Grindavík spilar agaðan varnarleik en er öflugt sóknarlega eins og sást í 1. deildinni síðasta sumar.

Liðið hefur í vetur verið að spila með fimm manna vörn sem hefur virkað vel, sóknarleikur liðsins gæti þó orðið til vandræða. Að skora mörk í 1. deild og síðan í Pepsi deild er annað og stærra verkefni.

Liðið hefur styrkt sig í vetur en þar má helst nefna Sam Hewson og Brynjar Ásgeir Guðmundsson en liðið missti á sama tíma Jósef Kristinn Jósefsson sem var stór biti að missa.

Spá 433.is:
FH – 84 stig
Breiðablik – 71 stig
KR – 67 stig
Valur – 65 stig
Stjarnan – 62 stig
Fjölnir – 49 stig
ÍBV – 36 stig
KA – 33 stig
Víkingur – 30 stig
Grindavík – 21 stig

Fyrstu fimm leikirnir:
Grindavík – Stjarnan
Víkingur R. – Grindavík
Grindavík – Víkingur Ó.
ÍA – Grindavík
Grindavík – Valur

Lykilmaður – Sam Hewson:
Hewson þarf að eiga gott sumar svo Grindavík verði í fínum málum, hefur gríðarleg gæði og er með klókari miðjumönnum landsins. Gæti reynst algjör hvalreki fyrir Grindavík.

Maðurinn sem gæti slegið í gegn – Brynjar Ásgeir Guðmundsson
Hefur gríðarlega hæfileika en hefur verið í aukahlutverki hjá FH í fleiri ár, ákvað að stíga skrefið og fara frá uppeldisfélaginu til Grindavíkur í vetur og gæti slegið í gegn í stærra hlutverki.

Þjálfarinn – Óli Stefán Flóventsson
Hefur unnið gott starf hjá Grindavík eftir að hann tók við liðinu en starfaði áður hjá Sindra. Fær góða hjálp frá Milan Stefán Jankovic sem er góður í taktík á meðan Óli heldur mönnum á tánum.

Komnir:
Mi­los Zera­vica (Bosnía)
Andri Rúnar Bjarnason (Víkingur R.)
Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Sam Hewson (FH)

Farnir:
Frans­isco Edu Cruz (Noregur)
Marko Valdimar Stefánsson (Noregur)
Ásgeir Þór Ingólfsson (Noregur)
Óli Baldur Bjarnason (GG)
Jós­ef Krist­inn Jós­efs­son (Stjarnan)
Josiel Al­ves (Suður-Kóreu)

Spámenn 433.is:
Hörður Snævar Jónsson (Ritstjóri 433.is), Hrafnkell Freyr Ágústsson (Fréttaritari 433.is), Bjarni Helgason (Fréttaritari 433.is), Mikael Nikulásson (Fréttaritari 433.is) Ágúst Þór Ágústsson (Knattpsyrnu og veðmálasérfræðingnur), Leifur Sigfinnur Garðarsson (Körfuboltadómari og skólastjóri), Ríkharð Óskar Guðnason (Dagskrárstjóri á FM957)


desktop