Spá 433.is fyrir Pepsi deild karla – 2 sæti

Pepsi deild karla fer af stað sunnudaginn 30. apríl og því eru minna en þrjár vikur í að mótið hefjist.

Spá 433.is fyrir deildina er byrjuð að rúlla en í gær kynntum við liði sem við spáum því að muni vinna Pepsi deildina.

433.is fékk sjö góða menn til að setja saman spá fyrir deildina.

Spáin virkar þannig að hver spámaður raðar liðunum upp í sæti 1-12. Liðið sem er í 1 sæti fær 12 stig, liðið í 2 sæti fær 11 sig og koll af kolli.

Nú er komið að 2. sætinu en þar teljum við að Breiðablik muni vera í lok tímabils.

Spá 433.is – 2 sæti – Breiðablik:
Spámenn 433.is telja að Breiðablik muni enda í öðru sæti Pepsi deildar karla í sumar en liðið hlaut 71 stig í spá okkar en mest var hægt að fá 84 stig.

Breiðablik endaði í sjötta sæti deildarinnar í fyrra og missti af Evrópusæti með því að spila illa í síðustu umferðunum.

Vandamál Breiðabliks var fyrst og síðast að skora mörk og klára leiki og það vandamál virðist Arnar Grétarsson hafa leyst í vetur. Liðið hefur samið við Hrvoje Tokic sem var markahæstur hjá Víkingi Ólafsvík í fyrra, Martin Lund Pedersen sem var markahæsti leikmaður Fjölnis og Aron Bjarnason sem var markahæsti leikmaður ÍBV.

Með þessu ætti vandamál Breiðabliks að hverfa en það er spurning hvort þau muni verði nú í hjarta varnarinnar. Elfar Freyr Helgason er á láni í Danmörku, Alfons Sampsted fór til Svíþjóðar og Arnór Sveinn Aðalsteinsson samdi við KR.

Leikmannahópur Blika er talsvert minni en síðasta sumar en ungir og efnilegir strákar ættu að fá sénsinn.

Spá 433.is:
FH – 84 stig
Breiðablik – 71 stig

Fyrstu fimm leikirnir:
Breiðablik – KA
Fjölnir – Breiðablik
Breiðablik – Stjarnan
Víkingur R. – Breiðablik
Breiðablik – Víkingur Ó.

Lykilmaður – Oliver Sigurjónsson
Bindur saman vörn og sókn liðsins og þarf að eiga frábært tímabil svo Blikar geti barist á toppi deildarinnar. Heldur jafnvægi í liðinu og styður vörn liðsins mikið.

Maðurinn sem gæti slegið í gegn – Davíð Kristján Ólafsson
Lék sitt fyrsta heila tímabil sem vinstri bakvörður á síðustu leiktíð og bætti sig mikið, þetta gæti verið sumarið þar sem Davíð springur út. Er mjög öflugur sóknarlega.

Þjálfarinn – Arnar Grétarsson
Arnar þarf að einhverju leyti að sanna sig upp á nýtt eftir lélegan endasprett á síðustu leiktíð, fáir efast þó um hæfielika Arnars en hann og Breiðablik þurfa að eiga gott sumar.

Komnir:
Aron Bjarnason (ÍBV)
Hrvoje Tokic (Víkingur Ólafsvík)
Martin Lund Pedersen (Fjölnir)

Farnir
Ellert Hreinsson (Augnablik)
Kári Ársælsson (Augnablik)
Jonathan Glenn (Bandaríkin)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur Ólafsvík)
Aron Snær Friðriksson (Fylkir)
Ósvald Jarl Traustason (Leiknir)
Alfons Sampsted (Norrköpping)
Elfar Freyr Helgason (Horsens) (Á láni)
Árni Vilhjálmsson (Var á láni)
Ágúst Eðvald Hlynsson (Norwich)
Daniel Bamberg
Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)

Spámenn 433.is:
Hörður Snævar Jónsson (Ritstjóri 433.is), Hrafnkell Freyr Ágústsson (Fréttaritari 433.is), Bjarni Helgason (Fréttaritari 433.is), Mikael Nikulásson (Fréttaritari 433.is) Ágúst Þór Ágústsson (Knattpsyrnu og veðmálasérfræðingnur), Leifur Sigfinnur Garðarsson (Körfuboltadómari og skólastjóri), Ríkharð Óskar Guðnason (Dagskrárstjóri á FM957)


desktop