Spiluðu saman hjá FH í gær – Emil sat yfir honum í prófi í dag

Emil Pálsson miðjumaður FH segir frá skemmtilegri sögu á Twitter síðu sinni í dag.

Emil var í byrjunarliði FH sem vann 6-1 sigur á Sindra í bikarnum í gær en um var að ræða 32 liða úrslitin.

Í byrjunarliði FH var Einar Örn Harðarson sem er fæddur árið 2001 og er að klára 10. bekk.

Eftir að hafa verið í byrjunarliði FH með Einari í gær var svo Emil að sitja yfir honum í prófi í dag.

,,Í gær spilaði ég með Einari Erni í hans fyrsta leik fyrir FH. Í dag sat ég svo yfir honum þegar hann tók lokapróf í ensku í 10. bekk,“ skrifaði Emil á Twitter.

Einar Örn er mikið efni og gæti fengið fleiri tækifæri með FH á þessu tímabili.


desktop