Stefán Ari Björnsson í Fylki

Stefán Ari Björnsson er gengin til liðs við Fylki en þetta var tilkynnt í kvöld.

Þessi 22 ára gamli markmaður skrifar undir tveggja ára samning við félagið en hann kemur til liðsins frá Gróttu.

Hann er uppalinn í Fylki en árið 2011 skipti hann yfir í HK í Kópavogi.

Stefán hefur svo spilað með Gróttu frá árinu 2016 og spilaði 11 leiki með liðinu í Inkasso-deildinni, síðasta sumar.


desktop