Stjarnan búið að taka tilboði Álasund í Hólmbert

Stjarnan hefur samþykkt tilboð Álasund í Hómlmbert Aron Friðjónsson. Þetta hefur 433.is fengið staðfest.

433.is sagði fyrst allra frá áhuga Álasund á Hólmberti um liðna helgi.

Álasund féll úr norsku úrvalsdeildinni á fyrra og mun leika í næst efstu deild á næsta ári. Með liðinu leika þrír Íslendingar, Adam Örn Arnarson, Daníel Leó Grétarson og Aron Elís Þrándarson.

Sandefjörd sem leikur í efstu deild Noregs vildi fá Hólmbert en það var Lars Bohinen sem var þjálfari liðsins þegar áhuginn byrjaði.

Bohinen er nú þjálfari Álasunds og hefur hann mikinn áhuga á að kaupa Hólmbert.

Hólmbert sem leikið hefur í tvö ár með Stjörnunni þekkir vel til í atvinnumennsku en hann lék með Celtic og Bröndby áður en hann kom heim í KR. Þangað fór hann í Stjörnuna en áður lék Hólmbert með Fram og HK hér á landi.


desktop