Stjarnan vann Blika – ÍA vann vængbrotna Eyjamenn

Stjarnan vann góðan sigur á Breiðabliki í Fótbolta.net mótinu en leiknum var að ljúka.

Guðjón Baldvinsson skoraði eina mark leiksins og tryggði Stjörnunni sigur.

Fyrr í morgun hafði ÍA unnið 3-1 sigur á vængbrotnu liði ÍBV:

Marga af bestu leikmönnum ÍBV vantaði á svæðið en liðið hafði aðeins þrjá varamenn í leiknum.

Þórður Þorsteinn Þórðarson, Steinar Þorsteinsson og Stefán Teitur Þórðarson komu ÍA í 3-0 áður en Ágúst Leó Björnsson lagaði stöðuna fyrir ÍBV.


desktop