Stuðningsmenn KR ósáttir – Allir sammála um stöðnun í klúbbnum

Ólafur Páll Johnson og Páll Kristjánsson, stuðningsmenn KR voru gestir í Akraborginni í dag þar sem að þeir ræddu m.a málefni Vesturbæjarfélagsins.

Þeir hafa verið óhræddir við að tjá sig um málefni félagsins sem þeir vilja meina að sé á mikilli niðurleið.

Stemningin á leikjum var ekki mikil í sumar og þá finnst þeim aðstöðuleysi félagsins fyrir neðan allar hellur.

„Ef við horfum 20-25 ár aftur í tímann þá skiptir engu máli hver var spurður, þá var alltaf skemmtilegast að koma og spila á KR vellinum. Síðan þá hefur ekki nokkur skapaður hlutur gerst, hvað varðar aðbúnað og umgjörð á KR vellinum.“

„Miðasala og veitingasala er öll í lamasessi og í raun bara mjög döpur. KR klúbburinn hefur eftir fremsta megni reynt að gera eitthvað en það hefur ekkert breyst, það er allt í sama fari. Gengur illa að fá fólk til að vinna fyrir klúbbinn? Ég get ekki svarað því.“

„Það sem svíður kannski einna mest er að ef maður tekur tvö tímabil, þar sem er mikill uppgangur í íslensku samfélagi og það gerist ekki nokkur skapaður hlutur þarna vesturfrá og í sögulegu samhengi hefur maður litla trú á því að það sé eitthvað að fara gerast þarna.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.


desktop