Sveinn Aron skoraði í mikilvægum sigri Blika

Víkingur Ólafsvík 0 – 3 Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson (’13)
0-2 Sveinn Aron Guðjohnsen (’40)
0-3 Aron Bjarnason (’53)

Breiðablik vann mjög góðan 0-3 sigur á Víkingi Ólafsvík á útivelli í dag.

Blikar höfðu átt í vandræðum í deildinin og verið að sogast niður í fallbaráttu.

Sigurinn í dag kemur liðinu nánast úr fallbaráttu en Gísli Eyjólfsson kom Blikum yfir í Ólafsvík.

Sveinn Aron Guðjohnsen bætti svo við öðru marki og sínu fyrsta marki fyrir Blika.

Aron Bjarnason tryggði svo sigurinn með marki í síðari hálfleik.

Blikar eru í áttunda sæti með 21 stig en Ólafsvík er með 19 stig í 9 sæti.


desktop