Tvíburabræður komu við sögu í tapi FH gegn Fylki í Lengjubikarnum

Fylkir tók á móti FH í Lengjubikarnum í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Hákon Ingi Jónsson kom Fylki yfir snemma leiks en Steven Lennon jafnaði metin fyrir gestina á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Það var svo Ragnar Bragi Sveinsson sem skoraði sigurmark leiksins á 86. mínútu og niðurstaðan því 2-1 sigur Fylkis.

Á 62. mínútu komu þeir Gísli Þröstur Kristjánsson og Arnór Pálmi Kristjánsson inná í liði FH en þeir eru fæddir árið 2000 og eru tvíburar.

Þeir komu inná fyrir þá Geoffrey Castillion og Atla Guðnason og sýndu lipra spretti.


desktop