UEFA bannar sýningu á leik Breiðabliks og KR vegna Evrópudeildar

UEFA bannar sýningu á leik Breiðabliks og KR vegna Evrópudeildar

Breiðablik og KR eiga leik á morgun í Pepsi-deild karla, en leikurinn fer fram á Kópavogsvelli. KR-ingar geta orðið meistarar, en nú er ljóst að ekki má sýna beint frá leiknum.

KR sigraði Fylki örugglega á mánudag á meðan FH og Stjarnan töpuðu stigum, en KR á fjóra leiki til góða og getur með sigri á Blikum orðið Íslandsmeistari.

Á sama tíma á morgun fer fram heil umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en samkvæmt reglum UEFA þá má Stöð 2 Sport ekki sýna beint frá leik Breiðabliks og KR.

Þetta staðfesti Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöð 2 Sport á samskiptavef Twitter í dag.

,, Skv. UEFA reglum er okkur ekki heimilt að sýna leik Blika og KR í beinni vegna þess að leikurinn skarast við heila umferð í Evrópudeildinni,“ sagði Hjörvar á Twitter.


desktop