Valur styrkti stöðuna á toppnum með góðum sigri

Víkingur R. 0-1 Valur
0-1 Nicolas Bogild(76′)

Valur styrkti stöðu sína á toppi Pepsi-deildar karla í kvöld er liðið mætti Víkingi Reykjavík.

Það var boðið upp á baráttu í leik kvöldsins og voru það Valsmenn sem höfðu betur með einu marki gegn engu.

Aðeins eitt mark var skorað eins og áður sagði en það gerði Nicolas Bogild fyrir gestina og lokastaðan 1-0.


desktop