Willum fer til Bristol á reynslu

Blikinn ungi og efnilegi, Willum Þór Willumsson, hefur fengið boð að koma til enska 1. deildarliðsins Bristol á reynslu. Blikar.is greina frá.

Hann heldur því til Englands í dag og dvelur í baðstrandarbænum í viku við æfingar og keppni. Willum, sem er 18 ára gamall, hefur verið einn af lykilmönnum í Íslandsmeistaraliði 2. flokks Blika undanfarin tvö ár.

Hann komst í meistaraflokkshópinn í fyrra og kom við sögu í einum leik í Pepsí-deildinni síðasta sumar.

Willum er leikinn miðjumaður með góðan leikskilning. Hann á að baki tvo landsleiki með U 19 ára landsliði Íslands.

Faðir hans er Willum Þór Þórsson þjálfari KR.


desktop