Willum um árangur KR – Ekki alvont að vera í 4. sæti

Willum Þór Þórsson þjálfari KR segir að það sé ekki alvont að vera í fjórða sæti í Pepsi deild karla. Þetta kom fram í Akraborginni í gær

KR situr í fjórða sæti Pepsi deildarinnar og baráttan um Evrópusæti er erfið. KR-ingar vilja árangur á hverju ári og yrðu ekki sáttir ef liðið næði ekki Evrópusæti.

„Það þarf auðvitað að styrkja þennan hóp inn í haustið. Það blasir við,“ sagði Willum við Hjört Hjartarson á X977 í gær.

,,Þessir leikmenn eru að klára samning, þetta er liðið sem ég tók við síðasta sumar. Leikmenn fá að klára sína samninga. Við erum með ágætis kjarna sem við horfum til. Við erum í fjórða sæti í þessari deild eins og er. Það er ekki alvont

,,Þetta er erfið deild með mörgum góðum liðum. Auðvitað er það alltaf högg að verða af einhverjum mögulegum tekjum með Evrópusæti.

Viðtalið er í heild hér að neðan.


desktop