Njótum stundarinnar – Pistill frá Frakklandi

Skoðun pistlahöfundar endurspeglar ekki endilega skoðun 433.is.

Hrafnkell Freyr Ágústsson skrifar frá Annecy

Íslenska Karlalandsliðið er nú tveimur dögum frá því að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Í Frakklandi á heimavelli St. Etienne sem tekur 41.138 manns spilar Ísland á móti Portúgal. Lestu þesssa setningu nokkrum sinnum yfir og gerðu þér grein fyrir því hversu rosalegt afrek þetta er.

Ástæða mín fyrir þessum pistli er að minna fólk á að við megum ekki tapa okkur í geðveikinni hvort sem það sé heima í stofu eða í Frakklandi, við verðum að njóta stundarinnar því við höfum ekki hugmynd um hvenær við fáum þetta tækifæri aftur.

Þessi kynslóð sem við erum að njóta góðs af er einstakt dæmi, sterk blanda af knattspyrnulegum gæðum og egóisma á góðan hátt, við getum orðað það þannig að þessir gaurar hræðast ekki neitt og við sáum það gegn Hollandi á Amsterdam Arena sem var stærsti sigur í sögu landsliðsins, þeir jú fundu upp Knattspyrnuna en við pökkuðum þeim saman.

Við getum ábyrgst það hér úti að strákarnir munu gefa 110% í hvern einasta leik og úrslitin verða svo bara að koma í ljós.

Portúgalar og Austurríkismenn eru frábær lið, slátruðu bæði riðli sínum í undankeppninni og hafa stórstjörnur á borð við David Alaba og Cristiano Ronaldo, að ná í úrslit gegn þeim væri frábært, raun og veru geggjað. Ungverja eigum við mjög góða möguleika í en sama hver útkoman verður að þá getum við alltaf gengið bein i baki og borið höfuðið hátt.

Hafið það gott hvort sem það er heima í stofu eða í Frakklandi, verið einnig dugleg að taka ykkur frí frá vinnu, þetta verður stanslaus veisla.

Bættu fjorir33 við á Snapchat og fáðu allt beint í æð í Frakklandi.


desktop