Svarthöfði gerir upp enska – Eins og að Bjarni væri að þjálfa KR

Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk í gær þegar Chelsea vann sigur á West Ham.

Manchester City vann nauman sigur á Sunderland en Manchester United vann góðan sigur á Bournemouth.

Liverpool vann 4-3 sigur á Arsenal í rosalegum leik.

Everton og Tottenham gerðu jafntefli en Burnley tapaði fyrir Swansea á heimavelli.

Svarthöfði mun í vetur getur upp hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni en kauði neitar að koma fram undir nafni.

Svarthöfði gefur það þó upp að hann er 31 árs gamall og styður Chelsea, segist hafa haldið með Chelsea frá því að hann var krakki en við kaupum það ekki alveg.

Lof:

Antonio Conte er mættur í enska boltann og byrjaður að hreinsa upp skítinn sem Jose Mourinho skildi eftir sig, það tekur smá tíma að þurka upp brunarústirnar sem Móri skilur eftir en Conte er byrjaður að hreinsa upp.

Það var gaman að sjá hvernig leikur Swansea breyttist til hins betra þegar Gylfi Þór Sigurðsson kom inn sem varamður um helgina, það er bara einn kóngur í liði Swansea og það er Gylfi.

Saido Mane leikmaður Liverpool ætlar að stimpla sig strax, kraftur, snerpa og úthald. Hraði og gæði í sama pakkanum, þetta bara getur ekki klikkað?

Það er allt í brunarústum hjá Hull en Mike Phelan náði að vinna Leicester með ansi slakt lið í höndunum.

Þrátt fyrir að Jóhann Berg Guðmundsson hafi verið í tapliði í fyrystu umferð, var það gaman að sjá hann þreyta frumraun sína í ensku úrvaldeildinni. Það er bara vonandi að Jói verði ekki einhver bekkjarmatur hjá Burnley.

There is a new King in town, Zlatan Ibrahimovic er mættur á svæðið og það er ljóst að hann munn gera deildinni enn skemmtilegri. Byrjaður að skora og láta til sín taka.

Last:

Jurgen Klopp fagnaði eins og bjáni þegar hann vann sigur á Arsenal í fyrstu umferð, hver fagnar því að vinna lið sem er með Rob Holding og Calum Chambers í vörninni sinni. Klopp fagnaði eins og hann hefði unnið deildina, hún vinnst ekki í fyrstu umferð Hr. Klopp.

Stuðningsmenn Manchester United eru líklega þeir allra vitlausustu, tala eins og einhver snillingur sé að þjálfa liðið. Jose Mourinho gerði Chelsea að einu slakasta liði deildarinnar á mettíma. Hann er sennilega bara snillingur í að setja allt í steik.

Ævintýti Leicester er lokið og við munum öll sjá í vetur hversu ömurlegur stjóri Claudio Ranieri er í raun og veru. Partýið er búið.

Jamie Vardy er ævintýralega mikill bjáni, hafnaði því að fara til Arsenal. Tækifæri sem hann fær aldrei aftur, svona svipað eins og starfsmaður á kassa í Bónus myndi hafna því að gerast forstjóri fyrirtækisins. Galið.

Everton fær svo verðlaun fyrir lélegustu viðskipti sumarsins, hver kaup Yannick Bolasie á 30 milljónir punda? Gæinn væri ágætis liðsstyrkur fyrir FH í Pepsi deildinni, varla mikið meira.

Það elska allir Arsene Wenger nema stuðningsmenn Arsenal. Ég veit að það er pínu skrýtið en hvaða fífl ræður þarna hjá Arsenal? Af hverju er ekki löngu búið að reka hann, þetta er svona svipað eins og Bjarni Guðjónsson væri enn að þjálfa KR.


desktop