Ashley Young býst við erfiðum leik

Ashley Young bakvörður og kantmaður Manchester United á von á erfiðum leik gegn Benfica í Meistaradeildinni í kvöld.

Rauðu djöflarnir heimsækja Benfica í kvöld og geta komið sér í níu stig á toppi riðilsins.

Benfica er hins vegar án stiga en eiga talsvert inni.

,,Benfica hefur unnið deildina hér í Portúgal í fjögur ár og það er ekki tilviljun, þeir hafa gert vel í Meistaradeildinni líka,“ sagði Young.

,,Við eigum von á erfiðum leik, þeir hafa ekki byrjað vel núna en þegar Manchester United mætir til leiks þá eru liðin klár. Þetta verður erfitt.“


desktop