Byrjunarlið Shakhtar og City – Bernardo Silva og Jesus byrja

Shakhtar Donetsk tekur á móti Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld klukkan 19:45 og eru byrjunarliðin klár.

City er nú þegar komið áfram í 16-liða úrslitin en liðið er í efsta sæti F-riðils með 15 stig og er öruggt með fyrsta sætið.

Shakhtar Donetsk er í öðri sætinu með 9 stig en jafntefli í kvöld tryggir liðinu áfram í næstu umferð.

Shakhtar: Pyatov; Butko, Stepanenko, Taison, Fred, Berndard, Marlos, Ordets, Ferreyra, Ismaily, Rakitskiy.

City: Ederson, Danilo, Mangala, Adarabioyo, Fernandinho, Toure, Gundogan, Foden, Sane, Bernardo Silva, Gabriel Jesus


desktop