Gylfi með sködduð eða slitin liðbönd

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins er mikið meiiddur og gæti misst af HM í sumar.

Hjörvar Hafliðason sérfræðingur og útvarpsmaður á FM957 greindi frá þessu á FM957 í mörgun.

Gylfi lék allan leikinn í 2-0 sigri Everton um helgina gegn Brighton en meiddist hins vegar þar.

,,Gylfi varð fyr­ir meiðslum á liðbönd­um í hné en hann fer til frek­ari skoðunar hjá sér­fræðing­um í dag að því er Ólaf­ur Már Sig­urðsson bróðir Gylfa sagði í sam­tali við mbl.is í morg­un. Ekki hvar hægt að greina meiðslin til hlít­ar í gær þar sem hnéð var mjög bólgið og læst en það verður gert í dag. Ekki er víst að liðbönd­in hafi slitnað en úr því fæst skorið í dag,segir á Mbl.is

Ef Gylfi er með sködduð liðbönd ætti hann að missa af restinni af tímabilinu með Everton en ætti möguleika á að ná HM. Ef þau eru slitin er nánast ómögulegt fyrir hann að ná HM.


desktop