Lykillinn að velgengni Ragga Sig – Hatar auglýsingar

Ísland vann frábæran 2-0 sigur á Úkraínu í gær í undankeppni HM í I-riðli keppninnar.

Það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði bæði mörk íslenska liðsins í síðari hálfleik en Úkraína átti fá svör við varnarleik íslenska liðsins í leiknum.

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður liðsins var magnaður í leiknum og stýrði varnarleiknum eins og sannur herforingi.

Hann hefur verið einn besti varnarmaður Íslands, undanfarin ár og hefur eignað sér miðvarðastöðuna í landsliðinu þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið með Fulham á síðustu leiktíð.

Hann birti áhugaverða færslu á Instagram núna rétt í þessu þar sem hann fór yfir lykilinn að velgengni sinni.


desktop